Trú Postulakirkjunnar

Til leiðbeiningar, þá er öllum sóknarfélögum bent á að hafa eftirfarandi tíu trúaratriði að leiðarljósi við kynningar, umræður og predikanir innan sem utan kirkjunnar:

1. Vér trúum á almáttugt, kærleiksríkt og skapandi alheimsafl sem við köllum Guð, sem var upphaf alls sem var, er og verður.

2. Vér trúum að nútíma vísindi varpi ljósi á tilveru Guðs fyrir lögmál þekkingarinnar sem tekur stöðugum framförum fyrir náð Guðs.

3. Vér trúum að fyrir tilverknað Guðs hafi maðurinn orðið til úr moldu jarðarinnar og Guð glætt hann ódauðlegri sál í sinni mynd.

4. Vér trúum að boðskaður Guðs til mannkyns haldi áfram að vera til og muni hafa áhrif á huga mannsins í gegnum Shekhinah í framtíðar þróun hans.

5. Vér trúum á opinberun Shekhinah, sem er eilif og áframhaldandi þar til sál mannsins snýr aftur heim og sameinast Guði.

6.  Vér trúum að mannkyn hafi í gegnum aldir miðlað náð Guðs til meðbræðra sinna fyrir tilstilli persónulegrar opinberunar frá Shekhinah.

7. Við trúum að maðurinn taki framförum að Guðleika vegna góðra verka og trúarþels, samkvæmt fordæmi Krists.

8. Vér trúum að maðurinn miðli náð Guðs með boðskap guðspjallanna og prédikun á hinu lifandi orði og með því að tileinka sér fórnfýsi og mannúð.

9. Vér trúum að maðurinn sé umvafinn Guðleika í leit sinni að hamingju og betra lífi fyrir tilstilli dulrænnar þekkingar og vísinda.

10. Vér trúum að maðurinn endurspegli kærleika Guðs í leit sinni að lækningu á þjáningum mannkyns eftir vísindalegum leiðum sem og andlegri heilun.