Virkt og gott innra starf skiptir Postulakirkjuna miklu máli og er reynt að tryggja að félögum líði vel bæði andlegu og líkamlega. Leitast er við að hafa starfið eins líflegt og fróðlegt og kostur er.

 

Postulakirkjan er eins og frum-kristnar kirkjur, heima-kirkja þar sem komið er saman og neytt (Agape) kærleiksmáltíðar. Því það er samfélagið sem skiptir máli en ekki byggingin.

Postulakirkjan er samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna. Postulakirkjan Beth-Shekhinah var stofnuð árið 2013 af Beth-Shekhinah Félaginu og er skráð trúfélög samkvæmt lög nr. 108/1999, sbr. lög nr. 6/2013. Sjá nánari á vef Innanríkisráðuneytið.


 

Postulakirkjan er öllum opin óháð kyni, kynþætti, kynhneigð, þjóðerni, eða stjórnmálaskoðunum. 

Postulakirkjan Beth-Shekhinah er sjálfstæð og óháð kirkja án beinna tengsla við innlendar eða erlendar kirkjur eða söfnuði.

Safnaðarprestur Postulakirkjunnar er Dan Sommer


Postulakirkjan hefur eitt leiðandi “lögmál”:
“Elska skalt þú bróður þinn eins og sálu þína. Varðveittu hann líkt og sjáaldur augna þinna.” Tómasarguðspjall 25 


Þjónustuþættir Postulakirkjunar: 

  • Lausnamiðuð sálgæsla
  • Heilun og blessun
  • Fyrirlestrar og námskeið
  • Lífsmarkþjálfun
  • 12-Spora kerfi


Í Postulakirkjunni er lögð áhersla á samfélag félagsmanna og andlega líðan fjölskyldna þeirra. Kærleikur og sönn vinátta er undirstaða safnaðar starfs Postulakirkjunnar.

Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf er mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru s.s. heilun, heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Við sýnum trú okkar í verki.

"Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið svo að þér verðið börn ljóssins."
Jóhannesarguðspjall 12:36